Langur laugardagur á 40 ára afmæli hjá Bílabúð Benna
Bílabúð Benna er 40 ára og í dag, laugardag, býður fyrirtækið Suðurnesjamönnum á Langan laugardag í sölustað Bílabúðar Benna, Reykjanesbæ.
Þá verður gestum og gangandi boðið í kaffi og köku og í tilefni 40 ára afmælisins lætur fyrirtækið veglegan pakka fylgja með kaupum á nýjum Opel. Í afmælispakkanum eru Toyo harðskeljadekk, 200 l. eldsneytisinneign og Gullþvottur hjá Löðri í fimm skipti. Margar spennandi útgáfur af Opel fólksbílum verða í salnum, sem og hörkuflott lína af atvinnubílum frá Opel sem nýlega bættust í bílaflóru fyrirtækisins. Á löngum laugardegi, 31. október nk., verður opið á Njarðarbraut 9, frá kl. 10:00 – 16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir, segir í frétt frá Bílabúð Benna.