Langur bíladagur hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ
Breið lína af gæðabílum verða til sýnis á löngum bíladegi hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ nk. laugardag.
Chevrolet Cruze sem slegið hefur í gegn hjá landsmönnum verður á staðnum í nýrri Station útgáfu sem vakið hefur mikla athygli fyrir ríkulegan staðalbúnað og frábært verð. Sjö manna sportjeppinn Captiva flaggar nýju útliti. Spark, einn vinsælasti smábíll landsins, verður á svæðinu sem og fjölnotabíllinn Orlando. Hinn ofur sparneytni Aveo dísel verður líka til taks, flaggskipið Malibu mun svo vafalaust gleðja öll skynfæri
Suðurnesjamanna og síðast en ekki síst mun byltingarkenndi rafmagnsbíllinn Volt sýna sínar bestu hliðar.
Opið er frá 10:00 -16:00 laugardaginn 8. júní og eru allir velkomnir.