Langbest opnar á Vallarheiði
Langbest undirbýr opnun veitingastaðar á Vallarheiði í maí og voru samningar undirritaðir í dag þess efnis á milli forsvarsmanna Langbest, Kadeco og Háskólavalla.
Veitingastaðurinn verður staðsettur í húsnæði því sem áður hýsti Taco Bell og Wendy's í tíð Varnarliðsins.
Starfsemi Langbest hefur vaxið hratt á síðustu árum og var húsnæðið á Hafnargötu orðið of lítið. Sá staður verður áfram á sínu stað en hins vegar mun heimsendingaþjónustan verða gerð út frá nýja staðnum sem er mun rúmbetri og betur staðsettur miðsvæðis með tilliti til allra hverfa Reykjanesbæjar.
Mynd/elg: Kjartan Þór Eiríkssson, framkvæmdastjóri Kadeco, Ingólfur Karlsson eigandi Langbest, og Ingi Jónasson hjá Háskólavöllum, undirrituðu samninga í dag. Langbest hefur þar með fengið húsnæðið afhent.