Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Langbest opnar á Vallarheiði
Föstudagur 7. mars 2008 kl. 17:00

Langbest opnar á Vallarheiði

Langbest undirbýr opnun veitingastaðar á Vallarheiði í maí og voru samningar undirritaðir í dag þess efnis á milli forsvarsmanna Langbest, Kadeco og Háskólavalla.

Veitingastaðurinn verður staðsettur í húsnæði því sem áður hýsti Taco Bell og Wendy's í tíð Varnarliðsins.

Starfsemi Langbest hefur vaxið hratt á síðustu árum og var húsnæðið á Hafnargötu orðið of lítið. Sá staður verður áfram á sínu stað en hins vegar mun heimsendingaþjónustan verða gerð út frá nýja staðnum sem er mun rúmbetri og betur staðsettur miðsvæðis með tilliti til allra hverfa Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd/elg: Kjartan Þór Eiríkssson, framkvæmdastjóri Kadeco, Ingólfur Karlsson eigandi Langbest, og Ingi Jónasson hjá Háskólavöllum, undirrituðu samninga í dag. Langbest hefur þar með fengið húsnæðið afhent.