Landsbankinn: Seðlaskortur í Keflavík
Úttektir í útibúum Landsbankans eru nú takmarkaðar við 500 þúsund krónur. Þetta mun vera gert vegna skorts á seðlum. Viðskiptavinur Keflavíkurútibús Landsbankans sagði í samtali við Vísir.is nú áðan að honum hefði verið meinað að taka út meira en 500 þúsund krónur af reikningum sínum. Var því borið við að þetta væri vegna skorts á seðlum og samkvæmt tilmælum frá höfuðstöðvum bankans. Almar Þór Sveinsson, útibússtjóri bankans staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hann vildi lítið tjá sig um málið að öðru leiti og vísaði á höfuðstöðvar bankans.