Landsbankinn í Grindavík 50 ára í dag
Útibú Landsbankans í Grindavík hefur verið starfrækt í 50 ár í bæjarfélaginu. Tímamótanna er minnst með ýmsum hætti.
Meðal annars heimsækir MOLI trúður viðskiptavini og gesti Landsbankans kl. 14:00 í dag. Þá er handverkssýning í útibúinu fimmtudag og föstudag frá kl. 09:00-16:00. Verkin eru frá félögum í Handverksfélaginu Greip í Grindavík.
Þá býður Landsbankinn Grindvíkingum á leik Grindavíkur og Fjölnis í Röstinni í kvöld.