Landsbankamenn funda í Reykjanesbæ
Ráðstefna forstöðumanna og helstu lykilstjórnenda Landsbanka Íslands fer fram á veitingahúsinu Ránni í Reykjanesbæ um helgina. Alls eru um 100 manns þátttakendur í ráðstefnunni. Á ráðstefnunni taka einnig fulltrúar dótturfélaga Landsbanka Íslands í Lúxemborg og London þátt. Ráðstefnugestir gista flestir á Hótel Keflavík og Flughóteli, en Hótel Keflavík sér um ráðstefnuna.
Myndin: Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Ragnarsson bankastjórar Landsbankans á ráðstefnunni í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Myndin: Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Ragnarsson bankastjórar Landsbankans á ráðstefnunni í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.