Lærið að fljúga í Keflavík
Keilir hefur fest kaup á fimm flugvélum til kennslu í flugi. „Þetta er bylting í flugkennslu á Íslandi“, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Samgöngu- og öryggisskóla Keilis. „Í fyrsta sinn er boðið upp á nútímalegar kennsluvélar í flugnámi hérlendis. Sá tími að kennsla fari fram á yfir 20 ára gömlum og úreltum vélum er liðinn. Þá er það frábært að geta boðið upp á flugnám á Keflavíkurflugvelli, stærsta alþjóðaflugvelli landsins, þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Þetta er svo spennandi að ég ætla sjálfur að skrá mig í námið og byrja að læra að fljúga. Ég held að margir, eins og ég, ali þann draum með sér og nú er bara að láta verða af því!“
Víkurfréttir tóku ítarlegt viðtal við Hjálmar Árnason um flugskólann sem sjá má í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is