Kynna fjölmiðla sem markaðstæki
– Morgunverðarfundur Markaðsstofu Reykjaness á fimmtudag
Markaðsstofa Reykjaness býður til morgunverðarfundar nk. fimmtudag, 15. janúar kl. 8.30 í Merkinesi, Hljómahöll, Reykjanesbæ. Á fundinum verður rætt um fjölmiðla sem markaðstæki.
Radio Iceland.
Hilmar Erlendsson kynnir og ræðir nýjan miðil sem er ætlaður fyrir erlenda ferðamenn og miðaður við þeirra þarfir.
Kynning á Suðurnesjamagasín.
Sjónvarp Víkurfrétta hefur farið víða um Reykjanesskagann og tekið upp þætti sem miða að menningu, mannlífi og fyrirtækjum á svæðinu.
Fjölmiðlar, undirbúningur og framkoma.
Freyr Hákonarson markaðsstjóri frá markaðs- og auglýsingastofunni Árnasynir fer yfir hvernig við getum nýtt okkur fjölmiðla í markaðssetningu
Fundurinn er öllum opinn og verður boðið uppá léttan morgunverð. Skráning á fundinn er hér.