Viðskipti

KSK veitti félagsmönnum 180 milljónir króna í afslætti í fyrra
Miðvikudagur 5. apríl 2017 kl. 06:00

KSK veitti félagsmönnum 180 milljónir króna í afslætti í fyrra

- 5521 félagsmaður í KSK og 508 stöðugildi hjá félaginu

Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja, KSK, fór fram síðasta fimmtudag 23. mars. Í máli Skúla Skúlasonar, formanns KSK, kom fram að félögum hefur fjölgað um 404 á árinu og voru 5521 í árslok 2016. Afslættir sem verslanir Samkaupa veittu til félagsmanna voru að upphæð 180 milljónir króna á síðasta ári.
 
Í skattaspori samstæðunnar kemur fram að skattar og gjöld námu 4.8 milljörðum og dreifast skattgreiðslur um öll kjördæmi landsins. Skattar og gjöld sem horft er til í þessari samantekt eru:
 
Tekjuskattur, aðflutningsgjöld af eigin innflutningi, virðisaukaskattur af seldri vöru og þjónustu, tryggingagjald, fasteignagjöld og launaskattar starfsmanna samstæðunnar. Virðisaukaskattur (útskattur) af seldri vöru og þjónustu vegur þyngst og nemur í heild um 3,9 milljörðum króna. Launaskattar starfsmanna vega einnig þungt og nema um 481 milljón króna.
 
Á árinu 2016 námu launagreiðslur til starfsmanna og framlag í lífeyrissjóð 2,6 milljörðum króna. Í lok ársins 2016 voru 508 stöðugildi hjá samstæðunni. Um 70% af launagreiðslum eru utan höfuðborgarsvæðisins.
 
KSK er samvinnufélag á neytendasviði, stofnað 13. ágúst 1945. Félagssvæði KSK er Suðurnes, Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Reykjavík. Vel var mætt á aðalfundinn en 60 fulltrúar úr 7 deildum eiga þar seturétt.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024