Krummaskuð færir sig um set
Fataverslunin Krummaskuð er komin í nýtt húsnæði á Hafnargötunni. Nú er verslunin að Hafnargötu 23 en hún var áður til húsa að Hafnargötu 29.
Eigendur Krummaskuð eru þau Birgir Óttar Bjarnason og Sigrún Inga Ævarsdóttir en þau hafa rekið verslunina í töluverðan tíma. Þau ætla að bjóða upp á ýmsar nýjungar á nýja staðnum í bland við þau merki áður hafa verið á boðstólnum. Þeirra á meðal eru Blend og Mýr design. Ætlunin er að auka við merkjum í herradeild þ.á.m. Solid, Converse, Diesel og margt fleira.
Núna stendur yfir útsala í versluninni þar sem boðið er upp á 50-60% afslátt.