Krónan áfram sterk
Fjármálaráðstefna Landsbankans í bíósal Duus húsa:
Krónan áfram sterk
- Mikil barátta um fólkið, segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Krónan er rétt verðlög og því ekki í sömu „hættu“ og áður. Við reiknum með því að hún haldist áfram sterk en gæti veikst í lok næsta árs,“ sagði Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur og forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka Íslands á Fjármálaráðstefnu bankans í bíósal Duus húsa í Keflavík. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar fór yfir fjármál sveitarfélaga og sagði mikla baráttu um nýja bæjarbúa, baráttu sem gæti reynst minni sveitarfélögum erfið.
Erlendir fjárfestar fóru á taugum
„Við gerðum ráð fyrir því að krónan myndi veikjast á þessu ári en kannski ekki svona, fyrst með miklu falli og svo leiðréttingu þegar leið á árið. Nú er staða hennar mjög nálægt því sem við spáðum í fyrra,“ sagði Edda Rós í upphafi máls síns. Hún kom víða við í mjög skemmtilegu og fróðlegu erindi um peningamál á Íslandi í dag.undefined
Jaðarsvæðin í sókn
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði að sveitarfélögin væru að berjast um fólk, nýja bæjarbúa. Jaðarsvæðin væru að sækja í sig veðrið, þau stærri í kringum höfuðborgarsvæðið, eins og Reykjanesbær, Akranes og Árborgarsvæðið.
Nú væri tíminn samt allt annar í uppbyggingu sveitarfélagnna, Fjárfestingar af ýmsu tagi þyrfu að eiga sér stað strax, sbr. gatnagerðarframkvæmdir en tekjur kæmu inn á nokkrum árum.
Ítarlegri frásögn verður í prentútgáfu VF á fimmtudag.
Krónan áfram sterk
- Mikil barátta um fólkið, segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Krónan er rétt verðlög og því ekki í sömu „hættu“ og áður. Við reiknum með því að hún haldist áfram sterk en gæti veikst í lok næsta árs,“ sagði Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur og forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka Íslands á Fjármálaráðstefnu bankans í bíósal Duus húsa í Keflavík. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar fór yfir fjármál sveitarfélaga og sagði mikla baráttu um nýja bæjarbúa, baráttu sem gæti reynst minni sveitarfélögum erfið.
Erlendir fjárfestar fóru á taugum
„Við gerðum ráð fyrir því að krónan myndi veikjast á þessu ári en kannski ekki svona, fyrst með miklu falli og svo leiðréttingu þegar leið á árið. Nú er staða hennar mjög nálægt því sem við spáðum í fyrra,“ sagði Edda Rós í upphafi máls síns. Hún kom víða við í mjög skemmtilegu og fróðlegu erindi um peningamál á Íslandi í dag.undefined
Jaðarsvæðin í sókn
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði að sveitarfélögin væru að berjast um fólk, nýja bæjarbúa. Jaðarsvæðin væru að sækja í sig veðrið, þau stærri í kringum höfuðborgarsvæðið, eins og Reykjanesbær, Akranes og Árborgarsvæðið.
Nú væri tíminn samt allt annar í uppbyggingu sveitarfélagnna, Fjárfestingar af ýmsu tagi þyrfu að eiga sér stað strax, sbr. gatnagerðarframkvæmdir en tekjur kæmu inn á nokkrum árum.
Ítarlegri frásögn verður í prentútgáfu VF á fimmtudag.