Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 15:22

Krókódíla- og skjaldbökubrauð í Bláa lóninu

Hérastubbur bakarí og Grindavíkurbær hafa boðið til sín frönskum bakarameistara í tilefni franskra bakarísdaga. Bakarinn, Jean-Louis Mierger, kemur frá Jonzac, vinabæ Grindavíkur í Frakklandi. Hann er mjög virtur bakari þar í landi og er meðal annars í franska bakaralandsliðinu. Hann hefur unnið til fjölmargra verðlauna í brauð- og kökukeppnum í Frakklandi og situr nú í dómnefnd á vegum franska bakarasambandsins. Hr. Mierger og Sigurður Enoksson bakari í Grindavík hafa undanfarna daga skipst á hugmyndum í Hérastubbs-bakaríi. Föstudaginn 24.mars, sýndu þeir hluta afrakstursins í Bláa Lóninu. Kenndi þar ýmissa grasa, s.s. brauð í krókódíls- og skjaldbökulíki, franskar kökur og ekta frönsk brauð. Grindavíkurbær vonast til að í framtíðinni muni samstarfsverkefnum sem þessum, milli Grindavíkur og Jonzac, fjölga mjög, atvinnulífinu í bænum til hagsbóta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024