Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kristallinn að slá í gegn
Mánudagur 20. desember 2010 kl. 13:37

Kristallinn að slá í gegn

„Náttkjólar og sloppar með inniskóm er kosý jólagjöf handa konunni,“ sagði Nanna Jónsdóttir, eigandi Draumalands á Tjarnargötu 3 en þar er hægt að finna margt nytsamlegt fyrir heimilið. „Kristallinn hefur slegið í gegn hjá okkur ásamt flottu stáli frá Noregi, en það eru hnífapör og steikarsett í nútímahönnun.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nanna sagði að traffíkin væri búin að ganga framar vonum miðað við ástand. „Þetta safnast mikið á síðustu helgina fyrir jól sem gerir þá viku bara mjög skemmtilega,“ sagði Nanna.