Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kreditlausnir ehf: Nýtt fyrirtæki á sviði fjármálaráðgjafar
Fimmtudagur 14. janúar 2010 kl. 08:41

Kreditlausnir ehf: Nýtt fyrirtæki á sviði fjármálaráðgjafar

Kreditlausnir ehf. í Reykjanesbæ er nýtt fyrirtækið sem veitir fyrirtækjum og einstaklingum, sem eiga í skuldavanda eða greiðsluerfiðleikum, fjármálaráðgjöf á breiðum grunni. Hjá Kreditlausnum starfa lögmenn, viðskiptalögfræðingar og viðskiptafræðingar, ásamt öðru starfsfólki. Fyrirtækið hefur opnað vefsíðuna www.skuldir.is þar sem finna má upplýsingar um þjónustu þess og um ýmis úrræði sem standa skuldsettum fyrirtækjum og einstaklingum til boða.

Í kjölfar bankahrunsins á Íslandi, hækkandi gengisvísitölu íslensku krónunnar og hárrar verðbólgu, hafa fjölmörg fyrirtæki og heimili á lent í erfiðari fjárhagstöðu. Áhrif framangreindra þátta leynast engum og hefur m.a. orðið til þess að mörg fyrirtæki og heimili eru nú komin í alvarlega greiðsluerfiðleika.
Af hálfu stjórnvalda og fjármálastofnana standa þeim nú ýmis úrræði til boða til þess að mæta greiðslu- og skuldavanda sínum. Þó svo að úrræðin hafi í mörgum tilfellum skilað tilætluðum árangri hefur nokkuð borið á því að fólki þykja þau óaðgengileg, flókin og tímafrek. Til þess að beita megi úrræðunum þurfa oftast að liggja til grundvallar ítarleg gögn sem sýna m.a. mat á skuldaþoli og greiðslugetu viðkomandi. Í flestum tilvikum er það á ábyrgð fyrirtækjanna og einstaklinganna sjálfra að afla þessara gagna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kreditlausnir mun tímabundið bjóða forsvarsmönnum fyrirtækja og einstaklingum viðtal með ráðgjöfum þess án endurgjalds. Markmiðið með viðtalinu er sú að varpa ljósi á fjárhagsstöðu viðkomandi með það að leiðarljósi að komið sé auga á úrræði sem kunna að henta.
Það er von ráðgjafa Kreditlausna að fyrirtæki og einstaklingar nýti sér þau úrræði sem þeim standa til boða en leiti sér jafnframt óháðrar ráðgjafar varðandi það hvernig hagsmunum þeirra sé best borgið. Í sumum tilfellum kunna að vera aðstæður þar sem óhagstætt er fyrir viðkomandi að þiggja hefðbundin úrræði sem standa skuldsettum aðilum til boða. Hvað sem öðru líður þá er það ábyrgð hvers og eins að bera sig eftir björginni – nú þegar þessi úrræði standa fólki til boða.