Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Krambúðin opnar í Innri Njarðvík
Úr Krambúðinni við Hringbraut í Keflavík. Önnur Krambúð opnar í Innri Njarðvík eftir rúma viku.
Miðvikudagur 14. nóvember 2018 kl. 11:35

Krambúðin opnar í Innri Njarðvík

Nýjasta Krambúðarverslunin verður opnuð að Tjarnarbraut í Innri Njarðvík föstudaginn 23. nóvember næstkomandi og sér Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar opna Krambúðina formlega klukkan 12.00.
 
Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa segist ánægður með að Krambúðin fái nú tækifæri til að blómstra í Njarðvík. Þar séu tækifæri í verslunarumhverfi fjölmörg og spennandi verði að fá að taka þátt í að móta það umhverfi.
 
„Við höfum góða reynslu af Krambúðinni í næsta nágrenni, þ.e. Reykjanesbæ og finnum að Suðurnesjamenn vilja nýta sér þjónustu Krambúðarinnar. Styrkleikar Krambúðarinnar felast m.a. í að hún er svokölluð þægindaverslun með langan opnunartíma en á sama tíma með allar helstu heimilisvörur á hagstæðu verði. Við leggjum mikið upp úr að nauðsynjavörur séu á lægra verði en áður hefur sést í sambærilegum verslunum á Íslandi“.
 
Verslunin verður sem fyrr segir opnuð á föstudag eftir viku og ríkil mikil eftirvænting vegna þessa. Líkt og með aðrar verslanir Krambúðarinnar er einkunnarorðum verslunarinnar Opnum snemma - lokum seint haldið hátt á lofti en verslunin í Innri Njarðvík verður opin frá klukkan 08.00- 23.30 á virkum dögum en 09.00- 23.30 um helgar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024