KPMG opnar í Reykjanesbæ
KPMG endurskoðun hf. hefur opnað útibú í Reykjanesbæ. Formleg opnun var í gær í húsnæði fyrirtækisins að Túngötu 1.
Hrannar Hólm, forstöðumaður fyrirtækjasviðs KPMG sagði í samtali við Víkurfréttir að KPMG væri með opnuninni að bæta þjónustu sína við viðskiptavini sína á svæðinu og einnig að kynna sig fyrir framtíðarviðskiptavinum.
Eins kemur fram í kynningu frá fyrirtækinu að það vilji taka virkan þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem er framundan í atvinnumálum á Suðurnesjum.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Frá opnuninni í gær