Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kostur í nýtt húsnæði
Miðvikudagur 13. júlí 2005 kl. 15:17

Kostur í nýtt húsnæði

Hjónin Fríða Felixdóttir og Rúnar Lúðvíksson hafa nýlega flutt verslun sína, Kost, til Njarðvíkur þar sem Fíakaup var áður til húsa. Þau eru ekki ókunn verslunarrekstri enda ráku þau verslunina Hólmgarð í um áratug. Það dugði þó lítið fyrir þau að hætta með þá verslun því eins og Fríða sagði í samtali við Víkurfréttir klæjaði þau í fingurgómana að hefja verslunarrekstur aftur.

„Hverfaverslanir eru háðar viðskiptavininum sem gerir þær í senn persónulegri og hlýlegri umhverfis. Þjónustutíminn er lengri en gengur og gerist í venjulegum stórmörkuðum. Svo ekki sé talað um að þjónustan er mun vandaðri og miðuð að einstaklingnum,“ sagði Rúnar um hverfisverslanir. „Hér hefur verið verslun í um 45 ár og því er ekki nema von að Njarðvíkingar og aðrir taki okkur vel. En viðbrögðin hafa verið ljómandi góð í alla staði,“ bætti Rúnar við.


Vf-mynd af Rúnari Lúðvíkssyni eiganda Kosts
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024