Kostar 2,5 til 3 milljarða að koma kísilverinu í gang - bankinn vill selja

Arion banki freistar þess að selja kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík en segir jafnframt að fjárfesta þurfi frekar í henni til að hún verði starfhæf og að hún hafi ekki verið fullkláruð þegar hún fór í gang. Þetta kemur fram á visir.is.

Höskuldur Ólafsson segir í viðtalinu að bankinn hafi haft innlenda og erlenda ráðgjafa í málum USi og farið ítarlega í gegnum það hvað þurfi að gera til að verksmiðjan verði starfhæf. Það kosti um 2,5 til 3 milljarða.
„Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur á visir.is