Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Kosmos & Kaos vex fiskur um hrygg
  • Kosmos & Kaos vex fiskur um hrygg
    Guðmundur Bernharð Flosason.
Mánudagur 23. febrúar 2015 kl. 09:14

Kosmos & Kaos vex fiskur um hrygg

„Við höfum undanfarnar vikur verið að styrkja rekstarhliðina og þjónustuteymið. Nú er komið að því að bæta við okkur reynslu úr hefðbundnari grafískum miðlum til að svara eftirspurn viðskiptavina okkar. Tæknin á vefnum er að þróast hratt og margt sem aðeins var hægt á prenti, er nú hægt að gera á vefnum. Einnig höfum við fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir því að endurmörkun fyrirtækja sé unnin samhliða uppfærslu á vef. Við erum byrjuð að feta okkar fyrstu spor með að vinna þetta saman,“ segir Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Guðmundur Bernharð Flosason (Mummi) hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi hjá vefhönnunarstofunni Kosmos & Kaos. Ráðningin er liður í að efla hönnunarteymi stofunnar og breikka þjónustuframboð hennar en Mummi býr yfir áralangri reynslu af hönnun og ímyndarsköpun bæði íslenskra og erlendra fyrirtækja. Hann mun í sínu nýja starfi taka virkan þátt í stefnumótun og ímyndaruppbyggingu fyrir viðskiptavini Kosmos & Kaos.

Með komu Mumma eru starfsmenn Kosmos & Kaos orðnir þrettán talsins en starfsemi stofunnar hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum misserum. Árið 2014 markaði ákveðin tímamót hjá Kosmos & Kaos, með sölu þriðjungs hluta fyrirtækisins til bandaríska fyrirtækisins UENO LLC. Síðustu mánuðir hafa því einkennst af ítarlegri vinnu við að innleiða ferla og marka fyrirtækinu skýrari stefnu til að undirbúa frekari vöxt og landvinninga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024