Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Kosmos & Kaos með sjö tilnefningar
Guðmundur Bjarni Sigurðsson er einn eigenda Kosmos & Kaos.
Miðvikudagur 22. janúar 2014 kl. 07:14

Kosmos & Kaos með sjö tilnefningar

Samtök vefiðnaðarins birtu í gær þau verkefni sem eru í úrslitum Íslensku vefverðlaunanna 2013 sem haldin verða föstudaginn 31. janúar kl 17 í Gamla Bíó, Ingólfsstræti. Fyrirtækið Kosmos & Kaos úr Reykjanesbæ er með samtals sjö tilnefningar fyrir fimm vefsíður. Í fyrra hlutu Kosmos & Kaos þrenn verðlaun af sjö tilnefningum og voru ótvíræðir sigurvegarar vefverðlaunanna.

Verkefnin sem um ræðir að þessu sinni eru Orkuveita Reykjavíkur fyrir besta fyrirtækjavefinn (stærri fyrirtæki), Visit Reykjavík fyrir besti opinberi vefurinn, Batteríið Arkítektar eru tilnefndir í flokkunum besti fyrirtækjavefinn (lítil og meðalstór fyrirtæki) og besta hönnun & viðmót. Memories app Bláa Lónsins er tilnefnd í flokkinum besta markaðsherferð á netinu og Vísindavefurinn fyrir annars vegar besti vefmiðillinn og hins vegar besti non-profit vefurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024