Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kosmos & Kaos með besta vefmiðil landsins
Guðmundur Bjarni Sigurðsson er annar eigenda Kosmos & Kaos. [email protected]
Laugardagur 1. febrúar 2014 kl. 08:56

Kosmos & Kaos með besta vefmiðil landsins

Vefhönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ hreppti verðlaun fyrir besta vefmiðilinn á Íslensku vefverðlaununum sem voru afhent í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Gamla Bíó. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var heiðursgestur verðlaunahátíðarinnar.

Kosmos & Kaos hlutu samtals sjö tilnefningar fyrir fimm vefsíður að þessu sinni. Fyrirtækið hlaut verðlaun fyrir besta vefmiðil landsins en þar var um að ræða vefsíðuna Vísindavefur.is. Í umsögn um vefinn segir m.a.:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Vefurinn er einn elsti vefmiðill landsins og nýtur gríðarlegra vinsælda hjá jafnt ungum sem öldnum, en dómnefnd sá ástæðu til að verðlauna vefinn fyrir virðingarverð markmið, einstakt efni og vel heppnaða endurhönnun og framsetningu sem enn frekar styrkir stöðu hans sem einskonar 'institution' sem fáir geta skákað. Vefurinn er hlaðinn spennandi og áhugaverðu efni um allt á milli himins og jarðar, hann er í senn áreiðanlegur, notendavænn og mikilvægur fyrir stóran hluta þjóðarinnar við lausn á fjölbreyttustu verkefnum og spurningum.“