Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Viðskipti

Kosmos & Kaos hlaut þrenn verðlaun
Mánudagur 30. janúar 2017 kl. 10:06

Kosmos & Kaos hlaut þrenn verðlaun

á Íslensku Vefverðlaununum

Vefhönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ hlaut þrenn verðlaun á Íslensku Vefverðlaununum um helgina. Hlutu þau verðlaun fyrir fyrirtækjavef ársins, innri vef ársins og að lokum var vefur þsem þau hönnuðu fyrir Sjóvá val fólksins á hátíðinni. Hér að neðan eru umsagnir um vefina en Kosmos & Kaos voru tilnefnd til sjö verðlauna að þessu sinni.

Val fólksins: sjova.is

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fagfólk og áhugafólk í vefbransanum var hvatt til þess að velja þann vef sem þeim þótti bestur á árinu, valið er opið en leitast er við að verðlauna vef sem þykir vera með áhugaverða nálgun á framsetningu efnis, notkun á tækni og uppbyggingu innihalds.

Fyrirtækjavefur (stærri): sjova.is

Umsögn dómnefndar: Þessi vefur er gott dæmi um hvernig hægt er að taka nokkuð þurrt og tormelt viðfangsefni og setja það fram á einfaldan, skýran og áhugaverðan hátt. Notendaupplifunin er áreynslulaus, yfirsýn yfir helstu aðgerðir og þjónustu er til fyrirmyndar og myndefni og myndbönd glæði vefinn lífi. Þetta er endurhönnun og uppfærsla sem er til hreinnar fyrirmyndar.

Innri vefur ársins: Þjónustuvefur Ljósleiðarans

Umsögn dómnefndar: Innri vefur er þjónustusvæði sem hugsað er fyrir starfsmenn fyrirtækja, hvort sem það sé til að miðla upplýsingum til starfsmanna eða tól sem nýtist starfi við þjónustu viðskipavina.

Innri vefur ársins að þessu sinni er stílhreinn og fallegur vefur með öflugum verkfærum til þess að geta þjónustað viðskiptavini sína á einfaldan hátt. Starfsmenn ættu að geta unað vel við innrakerfi Þjónustuvefs Ljósleiðarans.