Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kornið mætir þjóðinni með ódýrum brauðum alla daga
Þriðjudagur 14. október 2008 kl. 15:09

Kornið mætir þjóðinni með ódýrum brauðum alla daga

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bakaríið Kornið í verslunarmiðstöðinni á Fitjum ætlar að bjóða öll brauð á 219 krónur alla daga út okóbermánuð. Þannig æltar bakaríið að koma til móts við þjóðina nú þegar kreppir að og skiptir þá engu þó svo aðföng til bakaría eins og hveiti hafi verið að hækka gríðarlega mikið að undanförnu.


Meðfylgjandi mynd var tekin í Korninu á Fitjum nú áðan þar sem úrvalið af brauðum er mikið og þau öll á sama verði, 219 krónur alla daga.

Við hvetjum lesendur til að láta okkur vita af góðum tilboðum sem nýtast fólki nú þegar kreppir að. Sendið okkur línu á [email protected].

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi