Konur velja það sem þeim líður best í
Joy tískuhús er á besta stað í bænum en að sögn Kristínar Einarsdóttur verslunareiganda hefur jólaverslunin verið lítil framan af en er nú að glæðast.
„Loðskinnin eru vinsæl í ár en þau eru notuð sem kragar á peysur og jakka. Satínblússurnar eru alltaf mjög sparilegar við dragtir eða pils. Annars er tískan í ár er voðalega blönduð, það er allt í gangi. Konur velja það sem þeim líður best í hvort sem það eru síðkjólar eða dragtir. Þó má segja að áberandi toppar við einfaldar dragtir séu fremur vinsælir í ár. Glimmer og pallíettur eru líka inni“, segir Kristín í Joy aðspurð um einkenni jólatískunnar í ár. Buxur með felldri klauf er það nýjasta en vinsælasti liturinn er sem fyrr svartur. Sumar konur vilja þó vera meira áberandi og kjósa að ganga í bleikum og bláum litum að sögn Kristínar.
„Loðskinnin eru vinsæl í ár en þau eru notuð sem kragar á peysur og jakka. Satínblússurnar eru alltaf mjög sparilegar við dragtir eða pils. Annars er tískan í ár er voðalega blönduð, það er allt í gangi. Konur velja það sem þeim líður best í hvort sem það eru síðkjólar eða dragtir. Þó má segja að áberandi toppar við einfaldar dragtir séu fremur vinsælir í ár. Glimmer og pallíettur eru líka inni“, segir Kristín í Joy aðspurð um einkenni jólatískunnar í ár. Buxur með felldri klauf er það nýjasta en vinsælasti liturinn er sem fyrr svartur. Sumar konur vilja þó vera meira áberandi og kjósa að ganga í bleikum og bláum litum að sögn Kristínar.