Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Konur í meirihluta stjórnar VÍS
Föstudagur 31. maí 2013 kl. 10:32

Konur í meirihluta stjórnar VÍS

Konur skipa nú meirihluta í stjórn VÍS í fyrsta sinn eftir að ný stjórn var kjörin á hluthafafundi í dag 30. maí 2013.

Stjórnina skipa Ásta Dís Óladóttir, Friðrik Hallbjörn Karlsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Helga Jónsdóttir og Steinar Þór Guðgeirsson.

Í varastjórn eru Árni Hauksson, Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, Brynja Dögg Steinsen, Davíð Harðarson og Óskar Hauksson.

Stjórn og varastjórn VÍS uppfylla ákvæði laga um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga sem taka eiga gildi 1. september 2013.

Jafnframt má geta þess að í framkvæmdastjórn VÍS eru 3 konur og 4 karlar. Auk Sigrúnar Rögnu Ólafsdóttur forstjóra félagsins er framkvæmdastjórn VÍS skipuð Agnari Óskarssyni framkvæmdastjóra tjónasviðs, Önnu Rós Ívarsdóttur framkvæmdastjóra mannauðssviðs, Auði Björk Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs, Friðriki Bragasyni framkvæmdastjóra vátryggingasviðs, Guðmari Guðmundssyni framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Þorvaldi Jacobsen framkvæmdastjóra þróunarsviðs. Þá eru um 40% millistjórnenda VÍS konur.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024