Kompan opnar eftir sumarleyfi
Kompan, nytjamarkaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, opnar á ný eftir sumarlokun föstudaginn 5. ágúst. kl. 10:00. Það er opið í Kompunni alla virka daga kl. 10:00 til 15:00 en hún er til húsa í gamla húsi Húsasmiðjunnar við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ.
Í sumar hefur töluvert safnast af nýjum vörum og því ætti eitt og annað spennandi að finnast í Kompunni nú sem fyrr. Það borgar sig að kíkja við í Kompunni sama hvort maður er gramsari með söfnunaráttu eða í bara í leit að ódýrum og hagnýtum húsbúnaði. Heitt á könnunni.
Með sumarkveðju,
starfsfólk Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum