Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kjörbúðinni fagnað í Sandgerði
Gunnar Egill Sigurðsson frá Samkaupum og Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði við opnun Kjörbúðarinnar.
Mánudagur 7. nóvember 2016 kl. 10:16

Kjörbúðinni fagnað í Sandgerði

Fyrsta Kjörbúð Samkaupa opnaði í Sandgerði sl. föstudag og óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið vonum framar og mættu fjölmargir viðskiptavinir við opnun hennar. Kjörbúðin er nýtt nafn á  verslunum Samkaupa-Úrvals og Samkaupa Strax víða á landinu.

Ráðist var í þessa nýju keðja verslana í kjölfara umfangsmikilla viðhorfskannana meðal 4 þúsund viðskiptavina Samkaupa um allt land. Nýja keðjan er hönnuð út frá þörfum og óskum viðskiptavina. Kjörbúðinni er ætlað að þjón­usta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur úr nærumhverfinu á hverjum stað. Með því vill Samkaup gera viðskiptavinum sínum um allt land kleift að versla daglega allar helstu nauðsynjavörur á samkeppnishæfu verði.

Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis hélt stutta ræðu áður á opnunardegi Kjörbúðarinnar sl. föstudag en viðskiptavinir tóku til við að versla og nýttu sér glæsileg opnunartilboð. Að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar hjá Samkaupum var margföld sala í búðinni miðað við hefðbundinn föstudag. Meðal annars seldist hálft tonn af lambalærum en einnig gríðarmikið magn af tilboðsvörum dagsins.
Á föstudaginn verður Kjörbúðin opnuð í Garðinum en þar hefur Samkaup rekið verslun um áratugaskeið. Stefnt er að því að breytingum á verslununum verði lokið fyrir árslok 2017.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024