Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kjólfataklæddir bílasalar
Sunnudagur 9. janúar 2011 kl. 14:02

Kjólfataklæddir bílasalar


Sölumennirnir í Toyota salnum í Njarðvík voru prúðbúnir á fyrstu bílasýningu ársins á Suðurnesjum. Nýjar Toyotur voru kynntar og margar á betra verði en á síðasta ári vegna breytinga á vörugjöldum.

„Okkur fannst það tilvalið að klæða okkur upp í tilefni dagins, fyrsta sýning ársins og flottir bílar á betra verði. Það var mjög góð traffík og það var skemmtilegt að afhenda fyrsta bíl ársins í kjólfötum,“ sagði Ævar Ingólfsson í Toyota salnum. Ævar sagði að hann fyndi fyrir auknum áhuga á nýjum bílum og margir hefðu komið og skoðað nýjar útgáfur Toyota. Sala á nýjum bílum hrundi eftir hrun en nú hefur salan aukist á ný. Ný til komin lækkun á vörugjöldum hjálpar m.a. til en einnig áhugi fólks á endurnýjun heimilisbílsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lækkunin nær til margra bifreiða en markmið breytinga á vörugjöldum er að draga úr útblæstri koltvísýrings. Lækkunin er mismikil en allt upp í á aðra milljón króna.

Ævar Ingólfsson afhenti Toyota Landcruiser 150 til nýrra eigenda. Á efstu myndinni eru Elías Jóhannsson og Jón Halldór Eðvaldsson með honum, allir prúðbúnir í kjólfötum á fyrstu sýningu ársins. VF-myndir/pket