Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kjartan Már ráðinn til Samkaupa
Miðvikudagur 14. febrúar 2007 kl. 13:29

Kjartan Már ráðinn til Samkaupa

Kjartan Már Kjartansson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa frá 1. mars nk. Kjartan Már lauk meistaraprófi í viðskiptafræðum og stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands vorið 2002 og hefur síðustu ár starfað sem aðstoðarmaður Magnúsar Scheving í Latabæ og sem svæðisstjóri fyrirtækisins í mið- Evrópu. Kjartan Már er kvæntur Jónínu Guðjónsdóttur, flugfreyju, og eiga þau 3 börn.

Samkaup hf. rekur 38 verslanir um allt land en aðalskrifstofur félagsins eru í Keflavík. Verslanirnar bera heitin Samkaup úrval, Samkaup strax, Nettó og Kaskó. Stórmarkaðirnir eru undir merkjum Samkaup úrval, hverfaverslanir eru undir merkjum Samkaup strax og lágvöruverðsverslanir undir merkjum Nettó og Kaskó. Hjá Samkaupum hf. starfa nú um 750 starfsmenn. Framkvæmdastjóri Samkaupa hf. er Sturla Gunnar Eðvarðsson og stjórnarformaður er Magnús Haraldsson.

 

Kjartan Már ásamt Sturlu Eðvarðssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024