Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 7. desember 2001 kl. 10:22

Kjallarinn fullur af jólaskrauti

Þegar jólarúnturinn er tekinn á Hafnargötunni þá er Stapafell fastur viðkomustaður hjá mörgum. Þar er jólamarkaðurinn í kjallaranum í fullum gangi og að sögn Guðrúnar Hákonardóttur, verslunareiganda hefur aldrei verið eins mikið úrval af fallegu jólaskrauti. „Við erum með hátt í hundrað gerðir af ljósaseríum, allavega búninga, jólatré, útikalla, kransa, dansandi jólasveina og tré, gluggamyndir og hinar sívinsælu ljósaslöngur. Fólk byrjar nú fyrr að kaupa skrautið fyrir jólin og mér sýnist salan aukast ár frá ári“, segir Guðrún.
Á efri hæðinni er gott úrval af gjafavöru s.s. hnífapör, kertastjakar, skálar, lampa, matarstell og fleira. Boðið er upp á Visa og Euro raðgreiðslur, en þá getur fólk sett jólagjafirnar á raðgreiðslur í staðinn fyrir að fá að skipta reikningum í febrúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024