Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Keilir aðili að þróunar- og rannsóknasamningi um Vind-dælingu
Laugardagur 23. maí 2009 kl. 18:47

Keilir aðili að þróunar- og rannsóknasamningi um Vind-dælingu


Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og Íslenska orkufélagið hafa undirritað þróunar- og rannsóknarsamning vegna búnaðar og aðferðafræði til Vind-dælingar®.  

Landsvirkjun hefur lýst yfir velvilja til verkefnisins og áframhaldandi samstarfs.
Markmiðið með Vind-dælingu® er að hækka lágmarks vatnshæð uppistöðulóna fallvatnsvirkjanna og jafnvel auka heildarnýtingu. Með Vind-dælingu® er einnig mögulegt að búa til ný uppistöðulón og opnast þar með fleiri virkjunarmöguleikar.

Íslenska orkufélagið og Landsvirkjun hafa frá hausti 2008 kannað hagkvæmni Vind-dælingar®  til nýtingar vindorku.  Íslenska orkufélagið hefur unnið að hugmynda- og uppfinningavinnu vegna Vind-dælingar® frá árinu 2007.  Keilir kemur nú að verkefninu með öflugum hætti til að ljúka nauðsynlegri þróunar- og rannsóknavinnu.

Aðstaða til rannsókna og þróunar verður í Orkurannsóknasetri Keilis sem staðsett er á Ásbrú, Reykjanesbæ.  Samningurinn mun efla tengsl Íslenska Orkufélagsins við hæfileikaríka og skapandi nemendur sem og gefa nemendum Keilis einstakt tækifæri á að takast á við raunhæf verkefni.

Efri myndin:
Axel Pétur Axelsson hjá  Íslenska orkufélaginu og dr. Rúnar Unnþórsson, framkvæmdastjóri Orku- og tækniskóla Keilis handsala samninginn í gær.




Mynd: Teikning sem sýnir vind-dælingu við uppistöðulón.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024