Keflavíkurverktakar vinna stórt verk á Selfossi
Keflavíkurverktakar hf. voru hlutskarpastir í alútboði á byggingu íþróttahúss og viðbótar kennsluhúsnæðis við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Heildarskostnaður við þessar framkvæmdir er 338 milljónir króna.Verðtilboðið var unnið í samvinnu við nokkra aðila þar á meðal Verkfræðistofu Njarðvíkur og ALARK arkitektar sf. Keflavíkurverktakar hf. sanna með þessu að félagið er enn sem fyrr eitt öflugasta verktakafyrirtæki í Suðurlandskjördæmi, segir í frétt á vef Keflavíkurverktaka.