Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Keflavíkurverktakar og Ris sameinast
Fimmtudagur 10. nóvember 2005 kl. 10:15

Keflavíkurverktakar og Ris sameinast

Áætlað er að Keflavíkurverktakar og byggingarfyrirtækið Ris ehf. í Garðabæ sameinist um næstu mánaðamót. Frá þessu var greint á www.ruv.is í morgun.

Segir í fréttinni hjá RÚV að ákvörðun um sameininguna hafi verið tekin í gær og í morgun hafi starfsmönnum verið tilkynnt hvað væri framundan. Með sameiningunni verður til eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins með um 400 starfsmenn og 6 milljarða veltu.

Ris ehf. var stofnað árið 1966 og var í upphafi rekið sem byggingarvöruverslun í Ármúla í Reykjavík. Fyrirtækið fluttist tveimur árum seinna til Garðabæjar en síðustu misseri hefur Ris byggt og afhent rúmlega 80 íbúðir í Kópavogi og Garðabæ.

Keflavíkurverktakar stunda í dag alhliða verktakastarfsemi á landinu öllu. Sérgrein þeirra er mannvirkjagerð ásamt viðhaldi og endurnýjun þeirra. Eftir því sem RÚV kemst næst mun sameining Keflavíkurverktaka og Ris geta af sér þriðja stærsta verktakafyrirtæki landsins en Ístak mun vera þeirra stærst og þar á eftir Íslenskir aðalverktakar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024