Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 18. febrúar 2002 kl. 10:27

Keflavíkurverktakar afskráðir hjá Verðbréfaþingi

Hlutabréf Keflavíkurverktaka hf. verða afskráð af Tilboðsmarkaði Verðbréfaþings á morgun 19. febrúar 2002. Eins og fram kom í tilkynningu dagsettri 16. nóvember 2001 hafði Verðbréfaþing samþykkt að afskráningu félagsins yrði ekki fyrr en félagið hefur birt ársreikning fyrir árið 2001 en eigi síðar en 1. apríl 2002. Réði þar mestu tillitið til minnihluta hluthafa í félaginu sem áttu þá rúmlega 13% hlutafjár. Um miðjan janúar kom fram ný beiðni félagsins um afskráningu þar sem eignarhlutur Eisch Holding SA var kominn yfir 97%. Í ljósi verulegra breyttra forsenda hefur Verðbréfaþing samþykkt afskráningu hlutabréfa félagsins. Viðskiptavefur Vísis.is greinir frá þessu í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024