Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

KB-banki opnar: Fjölskylduhátíð á morgun
Föstudagur 22. september 2006 kl. 09:52

KB-banki opnar: Fjölskylduhátíð á morgun

Á morgun laugardag býður KB banki til opnunarhátíðar í nýju útibúi bankans við Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ. Verður þar margt til skemmtunar  fyrir alla fjölskylduna og boðið upp á grillaðar pylsur, skemmtiatriði, adlitsmálun, leiktæki og fleira.

Miklar endurbætur hafa staðið yfir á húsnæðinu síðustu mánuði. KB banki er með sína starfsemi í hluta hússins en önnur fyrirtæki munu koma sér fyrir þar á næstu vikum.

Mynd: Jóhanna Reynisdóttitr, útibússtjóri KB banka ásamt Jóhönnu Elínu Óskarsdóttur,aðstoðarútibússtjóra, við opnun KB banka í Reykjaensbæ nú í vikunni.

VF-mynd:JBO

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024