KB banki og Flugstöð Leifs Eiríkssonar undirrita 4,2 milljarða króna lánssamning
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og KB banki hf. hafa undirritað 4,2 milljarða króna lánssamning. Um er að ræða endurfjármögnun á öllum lánum Flugstöðvarinnar hjá íslenska ríkinu, en þau eru um 2/3 af langtímalánum stöðvarinnar. Lánssamningurinn er til 15 ára.
Flugstöðin hefur unnið að endurfjármögnun lánanna um nokkurt skeið með aðstoð frá Ráðgjöf og Efnahagsspá hf. Langtímalán Flugstöðvarinnar hafa lækkað um 1,8 milljarð síðastliðin ár. Í lok árs 2001 voru þau um 8,7 milljarðar króna, en verða komin niður í um 6,9 milljarða króna í ár.
Árið 2002 voru um 2 milljarðar endurfjármagnaðir með lánssamningi við Norræna fjárfestingabankann og árið 2003 voru 1,1 milljarðar af lánum félagsins greitt niður. Með þessum nýja lánssamningi er endurfjármögnun félagsins lokið.
Vegna mikillar fjölgunar farþega sem fer um Flugstöð Leifs Eiríkssonar mun stöðin verða stækkuð og skipulagi breytt innandyra á næstu tveimur árum. Framkvæmdirnar verða í tveimur áföngum og eru þær þegar hafnar. Fyrri áfanga lýkur áður en sumarannir hefjast og síðari áfanga lýkur snemmsumars 2005. Heildarkostnaður verksins verður allt að 1,2 milljarði króna.
Flugstöðin hefur unnið að endurfjármögnun lánanna um nokkurt skeið með aðstoð frá Ráðgjöf og Efnahagsspá hf. Langtímalán Flugstöðvarinnar hafa lækkað um 1,8 milljarð síðastliðin ár. Í lok árs 2001 voru þau um 8,7 milljarðar króna, en verða komin niður í um 6,9 milljarða króna í ár.
Árið 2002 voru um 2 milljarðar endurfjármagnaðir með lánssamningi við Norræna fjárfestingabankann og árið 2003 voru 1,1 milljarðar af lánum félagsins greitt niður. Með þessum nýja lánssamningi er endurfjármögnun félagsins lokið.
Vegna mikillar fjölgunar farþega sem fer um Flugstöð Leifs Eiríkssonar mun stöðin verða stækkuð og skipulagi breytt innandyra á næstu tveimur árum. Framkvæmdirnar verða í tveimur áföngum og eru þær þegar hafnar. Fyrri áfanga lýkur áður en sumarannir hefjast og síðari áfanga lýkur snemmsumars 2005. Heildarkostnaður verksins verður allt að 1,2 milljarði króna.