Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kaupa flugfélagið Sterling
Mánudagur 14. mars 2005 kl. 10:07

Kaupa flugfélagið Sterling

Eigendur Iceland Express hafa fest kaup á norræna lágfargjaldaflugfélaginu Sterling. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Pálmi Haraldsson, annar aðaleigenda Iceland Express, segir í viðtali við blaðið að kaupverðið hafi verið um 5 milljarðar króna. Hann segir ekki tímabært að ræða sameiningu félaganna, en Sterling flýgur til um 30 áfangastaða, aðallega í Suður-Evrópu, frá Stokkhólmi, Osló og Kaupmannahöfn. Áætlaður farþegafjöldin Sterling á þessu ári er 2 milljónir en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair á síðasta ári var 1,3 milljónir.  
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024