Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kator opnar við Víkurbraut
Miðvikudagur 28. mars 2007 kl. 17:13

Kator opnar við Víkurbraut

Þau Katý Hafsteinsdóttir og Þorsteinn Jónsson opnuðu sl. föstudag nýja verslun að Víkurbraut í Reykjanesbæ (gegnt hafnarvigtinni) þar sem finna má mikið úrval af garðvörum úr járni og marmara sem og hlið og grindverk.


Þau hafa hingað til verið með sölusýningar, en eru nú komin í stórt og mikið húsnæði sem er einnig sýningarsalur. Það ægir saman framandi vörum sem hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu allt frá minnstu hlutum upp í höggmyndir í fullri stærð og aksturshlið með vönduðum læsingum.


Opnunarteitin var vel sótt af gömlum og nýjum vinum og velunnurum og sagðist Katý í samtali við Víkurfréttir vera ánægð með nýju verslunina. „Við erum með mikið úrval og allt er þetta á góðu verði, enda er það okkar markmið að fegra í kringum okkur og gera öðrum það kleift á viðráðanlegu verði.“

VF-myndir/Þorgils 1: Þau Katý og Þorsteinn við opnunina. 2: Þessir skemmtilegu apar eru hluti af miklu úrvali af garðvörum og skrauti sem má finna í versluninni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024