Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 18:52

Kaskó tekur krít!

Verslunin Kaskó hefur nú ákveðið að taka við greiðslukortum en frá því verslunin var opnuð hefur öll áhersla verið lögð á lágt vöruverð og lámarks tilkostnað að sögn Guðjóns Stefánssonar, framkvæmdastjóra Samkaups hf. sem rekur Kaskó. Guðjón segir að með tilliti til þessara þátta hefur afgreiðslutími verið styttri en í hefðbundnum verslunum Samkaupa, þjónusta verið minni og vöruúrval verið takmarkað. Einn þáttur í því að halda kostnaði í lámarki hefur verið sá að taka ekki við krítarkortum sem greiðslu, né heldur stunda lánsviðskipti af neinu tagi, vegna kostnaðar sem því fylgir. „Að undanförnu hefur orðið mikil söluaukning í versluninni og afkoma batnað verulega m.a. vegna betri nýtingar alls rekstrarkostnaðar. Samtímis hefur mikill fjöldi viðskiptavina verslunarinnar marg ítrekað fært fram óskir um að geta greitt með greiðslukorti. Það hefur því orðið að ráði, að hefja nú viðskipti gegn greiðslu með krítarkorti í Kaskó. Við viljum með þessu þakka mikil og góð viðskipti að undanförnu og vonumst til að þessi breyting verði til þess að efla enn frekar viðskiptin og um leið munum við halda meginmarkmiði Kaskó áfram, að bjóða viðskiptavinum góða vöru á góðu verði“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024