Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Kaninn fær nýja tíðni á Suðurnesjum FM 100,5
Fimmtudagur 25. mars 2010 kl. 22:45

Kaninn fær nýja tíðni á Suðurnesjum FM 100,5

STÓR OG ÖFLUGUR SENDIR FRÁ BLÁFJÖLLUM

Í kvöld og fram að hádegi á morgun má búast við truflunum á útsendingu útvarpsstöðvarinnar Kanans. Verið er að flytja aðalsendir stöðvarinnar 91.9 á nýtt mastur á Reykjavíkursvæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sama tíma er verið að prófa nýja sendi tíðni sem er FM100.5 en sá sendir er staðsettur í Bláfjöllum og eru loftnetin í tæplega 700 metra hæð yfir sjávarmáli.

Þetta er liður í því að stórefla hlustunarsvæði Kanans en nú er að fara upp stór sendir í Bláfjöllum á tíðninni FM100.5 sem mun styðja við FM91.9 á öllu suðvestur horni landsins. Sendirinn er í um 400 metrum yfir sjávarmáli og er í sjónlínu við helstu þéttbýliskjarna landsins. Þar með talið Akranes, Stór Reykjavíkur svæðið, Reykjanesið, Selfoss og megnið af Árnessýslu, Rangárvallarsýsla og Vestmannaeyja.

„Við höfum ekki verið hundrað prósent ánægð með dreifingu Kananns á FM91.9 og með þessari tilraun þá vonumst við til þess að nást betur á öllu suðvestur landi. Þessi sendir í Bláfjöllum sem við erum að prófa sem er á FM100.5 næst báðum megin við Bláfjöll og Hellisheiði þannig að hlustendur okkar ættu að fá stórbætt móttökuskilyrði.

Vinnu við breytingarnar á að ljúka í kvöld en búast má við truflunum inní nóttina og jafnvel til morguns. "Við munum ekki hætta að bæta okkur og styrkja fyrr en öll þjóðin dansar í takt við Kanann," sagði  Einar að lokum Kaninn fór í loftið 1. septemer og sendir út allan sólarhringinn á Akureyri, Egilsstöðum og öllu suðvestur horni landsins. Margir af þekktustu útvarpsmönnum þjóðarinnar starfa á Kananum þar á meða Gulli Helga, Haukur Hólm, Bjarni Ara, Gunna Dís, Bjarni Ólafur, Siggi Stormur, Eiríkur Jónsson, Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr svo einhverjir séu nefndir