Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Kalka býður í kaffi á 10 ára afmælinu
Þriðjudagur 26. maí 2015 kl. 13:44

Kalka býður í kaffi á 10 ára afmælinu

– Kaffiveitingar fyrir „gesti og gangandi“ á afmælisdaginn

Hinn 27. maí 2015 eru 10 ár liðin frá því að brennslustöðin Kalka var formlega tekin í notkun. Kalka er í dag eina brennslustöðin á landinu fyrir úrgang og er í eigu sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Ákveðið var að minnast tímamótanna með því að færa Fjölbrautaskóla Suðurnesja peningagjöf að upphæð 1.000.000 króna til kaupa á tækjum og kennslugögnum fyrir náttúrufræðibraut skólans. Að öðru leyti verður tímamótanna minnst með kaffiveitingum fyrir „gesti og gangandi“ hjá Kölku milli kl. 14:00 og 16:30 á afmælisdaginn.
 

Public deli
Public deli