Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Kaj Mickos vill koma að Ásbrúar-verkefni
Mánudagur 14. september 2009 kl. 11:02

Kaj Mickos vill koma að Ásbrúar-verkefni

Kaj Mickos, prófessor við Mälardalens Háskólann í nýsköpunartækni, lýsti áhuga sínum á að koma frekar að Ásbrúar-verkefninu í Reykjanesbæ á fyrirlestri sem hann var með á Ásbrú á dögunum. Ætlar hann að vera í sambandi við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, vegna þessa á næstu vikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um 130 manns sóttu fyrirlestur Kaj Mickos á Ásbrú á Ljósanótt. Skapaðist góð stemmning á fyrirlestrinum og prófessorinn fékk fjölmargar spurningar úr sal.

Í fyrirlestri sínum lagði Kaj áherslu á að það væri engin uppfinning sem ekki mætti bæta.?

Hann sagði mikið frá eigin reynslu sem hugvitsmanni, en hann á 30 einkaleyfi og hefur stofnað 16 fyrirtæki.? Kaj Mickos hefur undanfarin 20 ár verið ráðgjafi og aðstoðað um 25 þúsund einstaklinga við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna (SFH), samtök Kvenfrumkvöðla og Tæknimiðstöð Íslands tilkynntu á fyrirlestrinum með Kaj að þau væru að fara í samstarf með Kadeco varðandi ákveðna þætti frumkvöðlasamfélagsins á Ásbrú.?Eins og segir hér að framan, þá lýsti Kaj yfir áhuga á því að koma frekar að Ásbrúar-verkefninu.

Myndir: Frá fyrirlestri Kaj Mickos á Ásbrú á dögunum. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi