Kaffitár opnar nýtt kaffihús með vínveitingar í norðurskála Leifsstöðvar
Kafftár opnaði í gær veglegt kaffihús í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta er stór staður á fyrstu hæð í norðurskála og þjónar öllum þeim sem koma í flugstöðina, annaðhvort til að fljúga, starfa eða skutla farþegum.
Þetta er líka sérlega þægilegur staður til að bíða eftir fólki sem er að lenda, eða þegar fólk hittist fyrir flug. Alltaf ljúft að vera tímanlega í flugstöðinni.
Í þessu kaffihúsi er boðið uppá áfengi, sem og léttvín og bjór sem er nýjung hjá Kaffitári. Aðaláherslan er samt einsog áður á fullkomna kaffidrykki og gott meðlæti, brauð og kökur.
Afgreiðslutíminn er frá klukkan 5.30 á morgnana til 17.30.
Þá er Kaffitár einnig að opna kaffihús í Lágmúla 9 í Reykjavík í dag.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson