Kaffitár lokað í nokkra daga vegna flutninga
Vegna flutninga höfuðstöðva Kaffitárs verður brennslan, að Holtsgötu 52, lokuð frá fimmtudegi til mánudags. Þriðjudaginn 4. október opna nýjar höfuðstöðvar að Stapabraut 7, Njarðvík. Auk kaffibrennslu, verður þar glæsileg kaffiverslun og kaffihús. Afgreiðslutími verslunarinnar og kaffihússins verður kl. 7:30-18:00 virka daga. Að auki er fyrirhugaður afgreiðslutími á laugardögum kl. 10:00-18:00.