Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 9. mars 2001 kl. 11:57

Kaffitár í nýjar umbúðir!

Gæðakaffið frá Kaffitári er komið í appelsínugular og dansandi umbúðir. Pokarnir voru hannaðir af Auglýsingastofunni Fíton og hugmyndin af pokunum kemur frá Sigríði Guðjónsdóttur sem hefur verið „Kaffitárínum“ innan handar með hönnun og litaval í verslunum Kaffitárs.
Pokarnir eru mjög litríkir en litagleðin kemur frá helstu kaffiræktunarlöndum Kaffitárs eins og Gvatemala og Kosta Ríka. Fígúrurnar á pokunum eru glaðlegar, einnig má sjá Keili og Bláa lónið ásamt kaffiþyrstri mús og ketti.
Pokarnir eru ekki bara líflegir heldur mjög nýtískulegir og þægilegir í meðförum. Límmiðinn á pokunum segir t.d. til um tegundina ásamt því að vera pokaloka. Miðann er hægt að taka af og nota hann til að loka pokanum eftir að hann hefur verið opnaður. Kaffibaunum er pakkað í sömu líflegu pokana og á þeim pokum er ventill sem hleypir súrefni úr pokunum og viðheldur þannig ferskleika baunanna.
Kaffitár var stofnað 1989 og er staðsett við Bolafót í Njarðvík. Fyrirtækið rekur kaffibúðir og kaffihús í Kringlunni og Bankastæti. Þar eru kaffitegundir u.þ.b. 20 talsins og hægt er að fá baunirnar malaðar á staðnum sem tryggir bæði gæði og ferskleika. Kaffiunnendur geta einnig nálgast nýbrennt og ilmandi kaffi frá Kaffitári hjá kaupmanninum á horninu eða í stórmörkuðum þar sem þeir geta malað kaffið sitt sjálfir eða fengið það malað.
„Allir kaffistandar Kaffitárs eru einnig með nýju útliti og þar er hægt að nálgast nýja kaffibæklinginn. Í bæklingunum eru upplýsingar um allar þær kaffitegundir sem Kaffitár framleiðir ásamt lýsingaorðum sem lýsa kaffibragðinu en þetta mun vera í fyrsta skipti sem lýsingaorð um kaffibragð er íslenskað og sett á prent“, segir Aðalheiðar Héðinsdóttur eiganda Kaffitárs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024