Kaffihús Kaffitárs fá Svansvottun
Kaffihús og eldhús Kaffitárs fengu í dag umhverfisstarf sitt vottað samkvæmt norræna Svansmerkinu.
Fyrir viðskiptavini þýðir þetta að þeir geta gengið að því vísu að þjónustan hafi verið skipulögð með umhverfisáhrif í huga og fundnar leiðir til að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar. Þannig er ströngum gæðakröfum fylgt eftir við afgreiðslu svo og framreiðsluna í kaffihúsum og eldhúsinu. Í vöruúrvali er ávallt umhverfisvottað kaffi og te auk þess sem hreinsiefni sem fyrirtækið notar eru umhverfisvottuð.
Sjá nánar hér