Kaffihátíðin vonandi upphafið að einhverju stærra
Hermann Helgason skókaupmaður og formaður samtakanna Betri Bær segir að kaffihátíðin sem haldin er um helgina sé vonandi upphafið að einhverju stærra. „Við byrjum smátt en vonum að kaffihátíðin verði árlegur viðburður í Reykjanesbæ. Þorri landsmanna drekkur kaffi þannig að markhópurinn er stór. Við erum að renna blint í sjóinn með þessa hátíð og við erum að reyna að búa til stemmningu í bæjarfélaginu,“ segir Hermann en flest fyrirtæki í Reykjanesbæ taka þátt í kaffihátíðinni. „Fyrirtækin sem taka þátt bjóða sum hver upp á kaffitengdar vörur og hefðbundnar vörur á góðu verði.“
Hermann er sjálfur mikill kaffikall og hann byrjar daginn á góðum kaffibolla hjá Gunna í Tryggingamiðstöðinni. Hermann segir að Gunni hljóti að vera með kaffi frá Kaffitári því það sé mjög gott.
Drekkurðu kaffi á kvöldin?
Helst ekki, svo maður nái sér niður eftir daginn.
Hvað er uppáhaldskaffið hjá þér?
Vel dökkur espresso og ekki verra að hann sé tvöfaldur.
Verðurðu með kaffi í skóbúðinni um helgina?
Ég verð með góða uppáhellingu og ég vil hvetja alla bæjarbúa til að taka þátt og bjóða vinum og ættingjum utan af landi í kaffi í Reykjanesbæ. Þetta er orðinn kaffibær Íslands.
Hermann er sjálfur mikill kaffikall og hann byrjar daginn á góðum kaffibolla hjá Gunna í Tryggingamiðstöðinni. Hermann segir að Gunni hljóti að vera með kaffi frá Kaffitári því það sé mjög gott.
Drekkurðu kaffi á kvöldin?
Helst ekki, svo maður nái sér niður eftir daginn.
Hvað er uppáhaldskaffið hjá þér?
Vel dökkur espresso og ekki verra að hann sé tvöfaldur.
Verðurðu með kaffi í skóbúðinni um helgina?
Ég verð með góða uppáhellingu og ég vil hvetja alla bæjarbúa til að taka þátt og bjóða vinum og ættingjum utan af landi í kaffi í Reykjanesbæ. Þetta er orðinn kaffibær Íslands.