Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 29. nóvember 2000 kl. 10:46

K-sport:Ódýrara að versla heima

Verslunin K-Sport flutti úr 50 fermetra húsnæði fyrir rúmu ári síðan í 200 fermetra húsnæði við Hafnargötu í Keflavík.
Sigurður Björgvinsson, eigandi verslunarinnar sagði að hann væri mjög ánægður með viðtökur bæjarbúa við nýju versluninni en hann er með íþróttavörur frá Adidas, Nike, Fila og Reebook. Einnig er hann með gott úrval af vönduðum dönskum og sænskum vetrarfatnaði frá Five Seasons og Kilmanock.
„Ég hvet fólk til að koma í verslunina og gera verðkönnun því merkjavara hefur lækkað á Íslandi undanfarin ár og er nú jafnvel á lægra verði en víðast hvar í Evrópu og í sumum tilfellum eru þessar vörur ódýrari en í Bandaríkjunum. Kaupmenn hafa barist fyrir því að fólk versli heima og mér sýnist að sú barátta sé farin að skila árangri því fólk er farið að átta sig á að hér er hægt að gera mjög hagstæð kaup“, segir Sigurður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024