K. Steinarsson með öflugt eftirlit frá Securitas
K. Steinarsson í Reykjanesbæ hefur gert samning við Securitas Reykjanesi um víðtækt samstarf á sviði öryggismála. Meðal annars hefur vöktun verið aukin utanhúss og innan, bæði með myndavélum og reglubundum eftirlitsferðum öryggisvarða Securitas.
Meðal þess sem öryggisverðir Securitas munu gera er að kanna hvort allir bílar á stæði við bílasölu og þjónustuverkstæði K. Steinarssonar séu ekki örugglega læstir eftir að venjulegum vinnudegi líkur.
Þá mun þjónusta Securitas í vöktun og eftirliti á athafnasvæði K. Steinarssonar vera kærkomin viðbót við þjónustu K. Steinarssonar en fyrirtækið vill tryggja áfram hag og öryggi sinna viðskiptavina.
Mynd: Kjartan Steinarsson, framkvæmdastjóri K. Steinarssonar og Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi, handsöluðu samstarfssamninginn nú nýverið. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson