SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Viðskipti

Jón Gunnarsson lætur af störfum sem forstjóri Ice-Group og Þór Hauksson tekur við
Þór Hauksson t.v. og Jón Gunnarsson. Verksmiðjur fyrirtækisins í Bátsfirði og Hammerfest neðst á myndinni.
Mánudagur 11. ágúst 2025 kl. 11:04

Jón Gunnarsson lætur af störfum sem forstjóri Ice-Group og Þór Hauksson tekur við

Ice-Group tilkynnir að Jón Gunnarsson hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins að eigin ósk vegna aldurs. Við starfi hans hefur tekið Þór Hauksson, sem býr yfir víðtækri reynslu í rekstri og stjórnun fyrirtækja, bæði á innlendum og erlendum vettvangi.

Guðmundur G. Gunnarsson, stjórnarformaður Ice-Group, þakkar Jóni fyrir hans öfluga og farsæla starf sem forstjóri félagsins sl. 5 ár.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Samhentur hópur eigenda hefur leitt félagið af fagmennsku og skilur eftir sig traustan grunn fyrir framtíðina. Félagið hefur undanfarin ár náð sterkri stöðu á markaði erlendis, eflt innviði og styrkt tengsl við lykilviðskiptavini. Félagið er í dag eitt öflugasta félag á sínu sviði á Norðurlöndum. Jón mun nú taka sæti sem stjórnarformaður félagsins. Með ráðningu Þórs Haukssonar hefst nýr kafli en að auki kemur Þór inn í hluthafahóp félagsins. Framundan eru spennandi tímar hjá Ice-Group og Þór mun leiða félagið með krafti og nýrri sýn inn í næsta skeið í þróun þess,“ segir Guðmundur G. Gunnarsson í tilkynningu.

Ice-Group er öflugt íslenskt félag í sjávarútvegi sem var stofnað árið 1997 af Guðmundi G. Gunnarssyni sem stýrði því þar til Jón Gunnarsson tók við. Eigendur hafa alla tíð starfað hjá félaginu. Félagið hefur sérhæft sig í framleiðslu og sölu þurrkaðra fiskafurða og rekur meðal annars tvær þurrkverksmiðjur í Norður-Noregi, nánar tiltekið í Hammerfest og Bátsfirði. Velta félagsins undanfarin 5 ár hefur verið að meðaltali tæpir 3 ma.kr. og hagnaðurinn um 300 m.kr. Félagið styður ötullega við sjálfbærni í fiskveiðum og fiskvinnslu, ásamt því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025